Innheimta vörugjalda við nýskráningu ökutækja

16.11.2022

Þann 1. desember næstkomandi mun Samgöngustofa hætta innheimtu vörugjalda við nýskráningu bifreiða og annarra skráningarskyldra tækja.
Þess í stað mun myndast greiðsluseðill fyrir vörugjöldum við tollafgreiðslu ökutækja með eindaga að 12 mánuðum liðnum eins og
lög gera ráð fyrir (sbr. Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993).

Fram til 1. desember nk. er heimilt að greiða vörugjöldin í gegnum viðskiptareikning hjá Samgöngustofu eins og áður. Þegar vörugjöld fara í reikning hjá Samgöngustofu mun greiðsluseðill falla niður í heimabanka hjá viðkomandi aðila. Athugið að gera má ráð fyrir að það taki sólarhring fyrir greiðsluna að skila sér kerfislega og því þarf að greiða sólarhring áður en beiðni um nýskráningu er send til Samgöngustofu þegar gjaldið fer ekki í viðskiptareikning.

Frá og með 1. desember nk. mun nýskráning ekki verða framkvæmd nema að greiðsla vörugjalda skv. greiðsluseðli hafi átt sér stað og sé sýnileg í kerfi tekjubókhalds ríkisins.