Jóladagatal Samgöngustofu 2022
Jóladagatal Samgöngustofu 2022 hefst 1. desember og það má finna á vefnum joladagatal.umferd.is. Um er að ræða 24 leikna þætti þar sem Hurðaskellir og Skjóða (og Grýla) ferðast um í fjársjóðsleit og lenda að sjálfsögðu í ýmsum ævintýrum þar sem þau neyðast til að læra á umferðina – og kenna áhorfendum sínum á hana í leiðinni. Hægt er að sjá kynningu á jóladagatalinu hér:
Í ár verður hægt að horfa á þættina á slóðinni www.samgongustofa.is/joladagatal en þar verður einnig hægt að taka þátt í getraun á hverjum degi frá 1. til 24. desember. Í lok hvers þáttar spyrja Hurðaskellir og Skjóða spurningar úr þættinum (endilega horfið til enda svo þið missið ekki af þeim spyrja spurningarinnar) en einnig er hægt að sjá spurninguna og svarmöguleikana undir þættinum.
Verða tveir heppnir þátttakendur dregnir út á hverjum degi og hljóta þeir veglegan endurskinsbakpoka í vinning. Þátttakendur geta merkt svör sín skóla og bekk og kemst bekkurinn þá í sérstakan pott. Í byrjun janúar verður svo einn bekkur dreginn út og hlýtur sá bekkur pizzuveislu og nokkur borðspil í verðlaun. Einnig fær umsjónarkennari þess bekkjar óvæntan jólaglaðning.
Við hvetjum foreldra til að sýna börnum sínum jóladagatalið og jafnvel ræða við þau um viðfangsefni þáttar dagsins. Endilega hjálpið okkur við að láta sem flesta vita svo að sem flest börn fái að njóta þessara skemmtilegu og gagnlegu þátta.