Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna vegna COVID-19

24.3.2020

Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar til framlínustarfsmanna vegna COVID-19 faraldursins. Um er að ræða leiðbeiningar um þrif á vinnustöðum og farartækjum til fólksflutninga.

Á vefnum covid.is er einnig að finna plaggöt sem hægt er að prenta út og hengja upp á vinnustöðum og á vef Landlæknisembættisins má finna leiðbeiningarmyndbönd þar sem farið er yfir mikilvægustu atriðin í sýkingarvörnum.