Móttaka Samgöngustofu opnar á ný

24.2.2021

Með rýmkun á fjöldatakmörkunum vegna Covid-19 opnar móttaka Samgöngustofu fimmtudaginn 25. febrúar. Er það fagnaðarefni að geta á ný tekið á móti viðskiptavinum í Ármúla 2. 

Opnunartími þjónustuvers er frá klukkan 9 til 15 alla virka daga vikunnar og netspjallið er einnig opið á þeim tíma. Vakin er athygli á að hægt er að sinna erindum og viðskiptum við Samgöngustofu allan sólarhringinn
á Mínu svæði og með því að senda tölvupóst á samgongustofa@samgongustofa.is