Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða

29.8.2019

Fimmtudaginn 19. september 2019 verður haldið námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða (fulltrúanámskeið ABC) í Reykjavík. Námskeiðið stendur frá kl. 9:15-12:30 og verður haldið í húsakynnum Samgöngustofu í Ármúla 2. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 16. september nk. og skulu þátttakendur skrá sig hér.

Á Akureyri verður námskeiðið haldið föstudaginn 20. september 2019. Námskeiðið stendur frá kl. 9:15-12:30 og verður haldið í sal veitingahússins Greifans, Glerárgötu 20, 600 Akureyri. Síðasti skráningardagur er mánudaginn 16. september nk. og skulu þátttakendur skrá sig hér .

Dagskráin er eftirfarandi (tímasetningar geta hliðrast smávegis):

Kl. 9:15: Fulltrúanámskeið A -> Þeir sem skrá sig á A-hlutann mæta hér.

Kl. 10:00: Nýskráning ökutækja fyrir fulltrúa A og B -> Þeir sem skrá sig á B-hlutann eiga að mæta hér. og þeir sem eru á A námskeiði líka halda áfram.
Próf úr A-hluta og nýskráningu ökutækja

Kl. 11:00: Fulltrúanámskeið B -> Þeir sem skrá sig á B-hlutann mæta hér.
Próf úr B-hluta og nýskráningu ökutækja

Kl. 11:45: Fulltrúanámskeið C -> Þeir sem skrá sig á C-hlutann mæta hér.
Próf úr C-hluta

Til að öðlast fulltrúaréttindi þarf umsækjandi að sitja námskeið á vegum Samgöngustofu og standast skriflegt próf að því loknu [með einkunnina 7.0 að lágmarki].

Fulltrúi A hefur rétt til að annast gerðarviðurkenningu, forskráningu og nýskráningu.
Fulltrúi B hefur rétt til að framkvæma fulltrúaskoðun og annast nýskráningu.
Fulltrúi C hefur rétt til að annast fulltrúaskoðun og skráningu á gerðarviðurkenndum tengibúnaði.

Áætluð lok eru kl. 12:30-13:00.