Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða
Mánudaginn 6. september næstkomandi verður haldið námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða (fulltrúanámskeið ABC) í Reykjavík og fimmtudaginn 2. september á Akureyri. Bæði námskeiðin standa frá kl. 9:15-12:30.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. og skulu þátttakendur skrá sig hér.