Fyrsta undirritun umferðarsáttmálans

7.1.2015

Í dag, 7. janúar, var í fyrsta skipti skrifað undir svonefndan umferðarsáttmála við formlega athöfn í höfuðstöðvum Frumherja. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, undirritaði fyrsta eintakið. Mark­mið um­ferðarsátt­mál­ans er að móta í sam­ein­ingu já­kvæða um­ferðar­menn­ingu.

Umferðarsáttmáli undirritun forseta

Það var lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sem átti frum­kvæði að verk­efn­inu en hug­mynd­in er sú að sátt­mál­inn innihaldi nokk­urs kon­ar boðorð vegfarenda, einfaldar kurt­eis­is­regl­ur sem all­ir, hvort sem þeir eru t.d. gangandi, hjólandi eða akandi, ættu að geta til­einkað sér til að stuðla að jákvæðri umferðar­menn­ingu. 

Það má segja að sáttmálinn sé sjálfsprottinn og unninn upp úr hugmyndum og áherslum hins almenna vegfaranda. Í sam­starfi við Um­ferðar­stofu, síðar Samgöngustofu, var aug­lýst á face­booksíðu lög­reglunnar eft­ir áhuga­söm­um þátt­tak­end­um til að taka þátt í verkefninu. Á end­an­um var sett­ur sam­an 14 manna hóp­ur karla og kvenna á öll­um aldri. Í kjöl­farið var einnig stofnaður sér­stak­ur umræðuhópur á Face­book um umferðar­menn­ing­una þar sem marg­ir lögðu sitt til mál­anna. 

Umferðarsáttmáli undirritun ökunema

Ólafur Ragnar sagði í ræðu sinni að sáttmálinn væri til að skerpa enn betur á þeim árangri sem náðst hefur í umferðaröryggismálum og jafnframt myndi hann efla vitund ökumanna um ábyrgð sína í umferðinni.

Forsetinn afhenti síðan fjórum nýútskrifuðum ökumönnum sáttmála sem þau höfðu undirritað og óskaði þeim velfarnaðar í umferðinni. Í framhaldinu er ætlunin að gefa öllum ökunemum kost á að skrifa undir slíkan sáttmála þegar þeir ljúka ökunámi.

Hér má sjá umferðarsáttmálann í heild sinni.