Fræðslumyndir um öryggi hjólreiðamanna

23.9.2013

Nú er hægt að nálgast fræðslumyndir um öryggi hjólreiðamanna á vef Samgöngustofu. Myndirnar hafa verið sýndar í sjónvarpi undanfarið en í þeim er fjallað um hvernig best má tryggja öryggi hjólandi vegfarenda út frá sjónarhóli ökumanna og hjólreiðamanna. Einnig er fjallað um hvernig skuli hjólað á gangstígum þannig að það trufli ekki né valdi hættu fyrir gangandi vegfarendur. Myndirnar eru:

Hjólað á akbraut

Akstur bifreiða með tilliti til hjólandi vegfarenda

Hjólað á gagngstígum

Maður á hjóli