Umferðarútvarp Samgöngustofu um verslunarmannahelgina

1.8.2013

Starfsmenn Samgöngustofu munu annast umferðarútvarpið um verslunarmannahelgina og miðla til vegfarenda upplýsingum og leiðbeiningum um það hvernig best má tryggja umferðaröryggi á þessari annasömu ferðahelgi sem nú er framundan.

Reglulegar innkomur verða í dagskrá Rásar 1 og 2 og á Bylgjunni.

Farið verður yfir ýmiss atriði sem hugsanlegt er að ökumenn hafi gleymt eða átti sig ekki á og má í því sambandi nefna sem dæmi reglur um akstur eftirvagna, áfengi og akstur, hvernig draga má úr hættu af völdum syfju og þreytu við akstur o.s.frv.

Það getur því borgað sig að leggja við hlustir um helgina og Samgöngustofa óskar landsmönnum ánægjulegrar og öruggrar verslunarmannahelgar.

Lögregla við eftirlitsstarf. Ljósmynd Einar M. Magnússon