Ársskýrsla Umferðarstofu fyrir árið 2012 er komin út.

28.6.2013

Auk hefðbundins efnis má nefna að í skýrslunni er ávarp forstjóra Umferðarstofu, Dagnýjar Jónsdóttur, en hún tók við starfi forstjóra þegar Karl Ragnars lét að störfum í mars 2011.

Í skýrslunni fjallar Dagný um þau tímamót sem nú eru framundan, nánar tiltekið mánudaginn 1. júlí, en þá mun Umferðarstofa og Flugmálastjórn sameinast stjórnsýslusviðum Siglingamálastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar og til verður ný stofnun sem annast mun stjórnsýslu samgöngumála og ber heitið Samgöngustofa. Dagný lítur yfir farinn veg og fjallar um söguna sem segja má að liggi að baki Umferðarstofu og starfi hennar allt aftur til upphafs síðustu aldar þegar fyrsti bíllinn kom til landsins.

Fjallað er um þann árangur sem náðst hefur í umferðaröryggismálum. Þá miklu fjölgun sem orðið hefur á bílaflota landsmanna og fleira áhugavert. Í skýrslunni er auk þessa fjallað um fjármál og rekstur Umferðarstofu árið 2012 og helstu verkefni sem stofnunin stóð fyrir á árinu. Sjá má skýrsluna hér.

kyrrstæðir bílar mikill fjöldi