Ný stofnun í burðarliðnum

19.6.2013

Mánudaginn 1.júlí næstkomandi mun Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun á sviði samgöngumála, taka til starfa. Um er að ræða sameinaða stofnun Umferðarstofu, stjórnsýsluhluta Siglingamálastofnunar, Flugmálastjórnar og Vegagerðarinnar.

Síðastliðinn föstudag var fyrsti sameiginlegi starfsmannafundur væntanlegrar stofnunar haldinn. Við það tækifæri bauð Hermann Guðjónsson, verðandi forstjóri Samgöngustofu, starfsmenn velkomna auk þess sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ávarpaði samkomuna. Hvatti hún starfsmenn til að nýta sér þau tækifæri sem skapast á tímamótum sem þessum.

Á fundinum var farið var yfir skipulag Samgöngustofu auk þess sem nýtt merki stofnunarinnar var kynnt. Merkið er hannað af Ámunda Sigurðssyni hönnuði. Fundinn sátu ríflega 100 manns en hjá Samgöngustofu munu starfa um 160 manns.

Hanna Birna Kristjánsdóttir í pontu