Frágangur farms er umferðaröryggisatriði

17.4.2013

Á þessum árstíma aukast verklegar framkvæmdir af ýmsu tagi, víða um land. Það hefur í för með sér aukna flutninga af ýmsu tagi og þá skapast oft slysahætta ef ekki er gætt vel að festingum og frágangi farms. Samtök verslunar og þjónustu hafa gefið út handbók um hvernig standa beri að frágangi farms. Þá handbók er hægt að lesa hér (http://www.us.is/files/Fragangur%20farms%20tenglar.pdf). 
Fyrir liggur að sé ekki farið að reglum við frágang farms getur skapast gríðarleg slysahætta og þar af leiðindi mikið fjárhagstjón. Í upplýsingaskyni er reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms að finna hér (http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/1/swdocument/384/Regluger%C3%B0+um+hle%C3%B0slu%2C+fr%C3%A1gang+og+merkingu+farms%2C+nr.+671_2008.pdf). Rekstraraðilar eru hvattir til að kynna sér þessar reglur og handbókina og temja sér vönduð vinnubrögð á grundvelli þeirra.