Þrjú störf í boði hjá Umferðarstofu

15.4.2013

Umferðarstofa auglýsir eftir umsóknum um starf lögfræðings á rekstrarsviði, forritara í NorType verkefni og starfsmann í notendaþjónustu á upplýsingatæknisviði. Hér má sjá auglýsingu Hagvangs þar sem nánar er greint frá menntunar og hæfniskröfum.

 Umferðarstofa var bæði árið 2009 og 2010 valin stofnun ársins í könnun sem gerð var á meðal félagsmanna SFR –
stéttarfélag í almannaþjónustu. Árið 2012 var stofnunin í öðru sæti. Hjá stofnuninni starfa um 55 starfsmenn. Lögð er
áhersla á þjónustu, árangur, áreiðanleika og jákvæðni. Tilgangur Umferðarstofu er að auka lífsgæði með því að efla
öryggi í umferðinni. Stofnunin hefur innleitt stefnumiðað árangursmat og er því mikið lagt upp úr mælanlegum árangri.