Ný tegund umferðarljósa eykur umferðaröryggi

14.2.2013

Ný umferðarljós hafa nú verið sett upp við sérstaka akbraut sem ætluð er strætisvögnum eingöngu meðfram Kleppsvegi við Laugarásbíó. Þegar strætó er ekið eftir akbrautinni til vesturs virkja nemar aðvörunarljós sem loga á móti bílum sem ekið er út af bílastæðinu norðan Laugarásbíós og vekja þannig athygli á biðskyldu sem þar er. Aðvörunarljósin eru tvö, rauð á lit og blikka þau á víxl í 12 sekúndur. Þetta eru fyrstu og einu ljós sinnar tegundar á landinu.

Mynd af nýju umferðarljósunum