Verðlaunahafi jóladagatalsins

21.1.2013

Á milli 1. og 24. desember gátu grunnskólabörn svarað nýrri spurningu á hverjum degi með því að opna jóladagatal á www.umferd.is og gátu þaðan sent svör sín í verðlaunapott. Tveir heppnir þátttakendur voru síðan dregnir út á hverjum degi og fengu þeir tvo bíómiða hvor. Auk þess sem þátttakendur merktu svörin með sínu nafni þá gátu þeir einni merkt svörin með nafni þess bekkjar og skóla sem þeir voru í.

Að þessu sinni var vinningshafinn Auður Lára Sigurðardóttir en hún fékk að launum pítsuveislu fyrir bekkinn sinn og jafnframt íslensku teiknimyndina Þór á DVD disk. Bekkurinn hennar er 4. bekkur í Áslandsskóla í Hafnarfirði en kennari bekkjarins er Fjóla Rún Þorleifsdóttir.

Á litlu myndinni hér að ofan sést Auður Lára Sigurðardóttir veita DVD disknum viðtöku úr hendi Þóru Magneu Magnúsdóttur verkefnastjóra fræðslumála hjá Umferðarstofu.

Ljósmynd af 4. bekk Áslandsskóla
Hér sjáum við Auði Láru Sigurðardóttur með bekkjarfélögum sínum í 4. bekk Áslandsskóla ásamt kennaranum Fjólu Rún Þorleifsdóttur. Auður Lára er fyrir miðju í fremstu röð.