Frumherji opnar nýjan prófstað í Hafnarfirði

17.12.2012

Frumherji hefur opnað nýjan prófstað fyrir ökupróf í Hafnarfirði.  Fyrsta prófið þar var föstudaginn 14. desember, en í Hafnarfirði hefur ekki verið boðið upp á ökupróf í 27 ár.  Nýi prófstaðurinn er í Dalshrauni 5, en þar er ný skoðunarstöð einnig til húsa.  Innréttuð hefur verið aðstaða fyrir skrifleg próf í næsta húsi við hliðina, en afgreiðsla fer fram í skoðunarstöðinni.  Þannig er leitast við að stytta leið Hafnfirðinga og nágranna þeirra til að gangast undir ökupróf og bæta þjónustu við íbúa svæðisins.

 
Á myndinni er fyrsti nýbakaði ökumaðurinn Ragnheiður Skúladóttir, ásamt kennara sínum Hauki Vigfússyni (til hægri ) og prófdómaranum Óskari L. Högnasyni (til vinstri).