Umferðarþing 2012

9.11.2012

Þann 19. nóvember nk. verður Umferðarþing haldið í Hörpu í Kaldalóni. Skráning og afhending gagna fer fram milli 8:30 og 9 en dagskrá hefst klukkan 9. Á þinginu verður sjónum m.a. að beint að hjólreiðum, kostnaði umferðarslysa, þjálfun lögreglumanna í forgangsakstri og umferðaröryggisáætlun. Þá verður þeirri spurningu velt upp hvort bjóða megi upp á meðferð í stað refsinga vegna ölvunaraksturs og ökukennarar munu fjalla um sérstök námskeið sem haldin eru vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðaskírteinis. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra,  mun flytja erindi á þinginu sem hann kallar Umferð framtíðarinnar en þar mun hann fara yfir sýn stjórnvalda á umferð.  

Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald er 10.000. Innifalið er hádegisverður og kaffiveitingar. Dagskrá og rafrænt skráningarform má nálgast hér (http://www.us.is/node/1035).