Starf fræðslufulltrúa

7.10.2012

Starfið:

Umferðarstofa leitar að fræðslufulltrúa á umferðaröryggissviði. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýst um að uppfræða nemendur og almenning um umferð og umferðaröryggi. Verkefni starfsmanns eru meðal annars fræðsla í leik-, grunn-, og framhaldsskólum ásamt leiðsögn til annarra sem vilja sinna umferðarfræðslu, viðhald fræðsluefnis á heimasíðu us.is og umferd.is, samskipti við fjölmiðla, ritun greina og frétta, svörun erinda um umferðaröryggismál, útsendingar á fræðsluefni, upplýsingaveita og ráðgjöf um málaflokkinn sem og almenn þátttaka í verkefnum á umferðaröryggissviði. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að rita vandaðan og áhugaverðan texta.
  • Reynsla og/eða þekking af fjölmiðlum er kostur.
  • Þekking og áhugi á samskiptamiðlum og efnismiðlun á netinu.
  • Viðkomandi þarf að búa yfir miklu frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, vandvirkni, og hafa sérlega góða samstarfs- og samskiptahæfileika.
  • Umsóknarfrestur er til 22. október nk.

Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:

  • Með því að senda umsókn (CV/ferilskrá) á atvinna@us.is ,
  • Með því að senda skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang:

Umferðarstofa
Borgartúni 30
105 Reykjavík

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs, s. 580-2000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný.

Mynd af húsnæði Umferðarstofu