Samningur um gerð hjólreiðastíga

1.8.2012

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri hafa undirritað samkomulag sem leggur grunn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um 2 milljarðar króna.

Samningurinn var undirritaður á Geirsnefi, þar sem komið verður fyrir áningarstað á nýrri hjólaleið, sem mun tengja saman hjólreiða- og göngubrýr yfir Elliðaár. Þetta verkefni er liður í uppbyggingu stígakerfis, sem hefur það að markmiði að efla öruggar hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.

Kkort af hjóla- og göngubrúm yfir Geirsnef