Ársskýrsla Umferðarstofu fyrir árið 2011 er komin út.

18.7.2012

Auk hefðbundins efnis má nefna að í skýrslunni er ávarp forstjóra Umferðarstofu, Dagnýjar Jónsdóttur, en hún tók við starfi forstjóra þegar Karl Ragnars lét að störfum í mars í fyrra. Í skýrslunni kemur Dagný m.a. inn á þá miklu aukningu sem varð á eigendaskiptum ökuktækja og nýskráningum. Fjallað er m.a. um þau auknu umsvif sem orðið hafa í norrænu samstarfsverkefni NorType sem unnið er hjá Umferðarstofu fyrir samstarfslöndin Svíþjóð, Noreg og Finnland en aðrar Evrópuþjóðir hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga.

Í skýrslunni er auk þessa fjallað um fjármál og rekstur Umferðarstofu árið 2011 og helstu verkefni sem stofnunin stóð fyrir á árinu. Sjá má skýrsluna hér.

Þrír krakkar, einn á vespu, einn á hjóli annar á hlaupahjóli