Ný gjaldskrá Samgöngustofu

29.7.2022

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi þann 1. ágúst 2022 í samræmi við auglýsingu innviðaráðuneytisins. Almennt er um að ræða 5% hækkun á gjaldskrárliðum. Einstaka gjaldskrárliðir hækka umfram 5% eins og númeraplötur þar sem verið er að leiðrétta skattheimtur og framleiðslukostnað en einnig hefur tímagjald fyrir útselda vinnu hækkað um 14,6%.

Flokkun á gjaldskrárliðum hefur verið endurskoðuð og hafa gjaldskrárliðir verið flokkaðir í kafla sem skiptast í:

1) Almennir skilmálar
2) Flug
3) Umferð
4) Siglingar

Endurflokkunin gerir það auðveldara fyrir hagaðila að nálgast þær upplýsingar verið er að leita eftir.

Gjaldskráin byggir að mestu á gjaldskrá stofnunarinnar nr. 338 frá 2015 sem síðast tók breytingum þann 1. september 2020 með 2,5% hækkun á flesta gjaldaliði. Hægt er að sjá þróun einstakra gjaldaliða á vef Samgöngustofu.


Gjaldskrá Samgöngustofu