Ný reglugerð um skoðun ökutækja
Í nýrri reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021 sem tók gildi 1. maí sl. er m.a. breyting á vanrækslugjaldi sem er sérstakt gjald sem eigandi (umráðamaður) ökutækis skal greiða ef ökutæki er ekki fært til skoðunar innan tilgreindra tímamarka samkvæmt reglugerðinni. Almennt vanrækslugjald er hækkað úr 15.000 kr. í 20.000 og þá er vanrækslugjald vegna skoðana á hópbifreiðum, vörubifreiðum, eftirvögnum III og IV (O3 og O4) hækkað í 40.000 kr. til þess að tryggja enn frekar að stórar og þungar ökutæki séu ekki óskoðaðar á vegum landsins og auka þannig umferðaröryggi. Um framkvæmd og útfærslu vanrækslugjalds sér Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Auk þessa er vakin sérstök athygli á því að í reglugerðinni er kveðið á um að frestur til endurskoðunar skal ekki vera lengri en til loka næsta mánaðar frá því að skoðun fór fram, sbr. 8. gr. reglugerðarinnar.
Uppfærsla á nýrri skoðunarhandbók er í vinnslu hjá Samgöngustofu og er stefnt að því að hún taki gildi um áramót 2021/2022. Þær breytingar sem verða á skoðunarhandbókinni verða kynntar sérstaklega áður en til gildistöku hennar kemur.
Sjá nánar reglugerð nr. 414/2021.