Ný reglugerð um skoðun ökutækja

7.12.2021

Þann 1. maí sl. tók gildi reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja, sem ætlað er að stuðla að auknu umferðaröryggi. Ákveðin atriði reglugerðarinnar koma þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2022.

Ýmis nýmæli og breytingar koma fram með reglugerðinni. Sum atriði eiga erindi við alla eigendur og umráðamenn ökutækja en jafnframt eru önnur sem snúa að tilteknum gerðum ökutækja. Með reglugerðinni eru kröfur og heimildir uppfærðar samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins.

Aðgengilega samantekt á helstu breytingum og nýmælum reglugerðarinnar má finna á sérstakri vefsíðu Samgöngustofu.