Nýr bæklingur um öryggi barna í bíl

18.5.2016

Samgöngustofa hefur gefið út nýjan, rafrænan bækling um öryggi barna í bíl. Eins og nafnið gefur til kynna má finna í honum leiðbeiningar til að tryggja sem best öryggi barna í bílferðum, hvaða bílstóll hentar hvaða aldri, um Isofix - festingar og fleiri  hagnýtar upplýsingar sem varða þetta mikilvæga málefni.

Texti bæklingsins er þýddur og staðfærður úr dönsku en fyrirsætur á myndum eru íslensk börn.