Nýr forstjóri Samgöngustofu

6.8.2019

Jón Gunnar Jónsson hóf í dag störf sem forstjóri Samgöngustofu. Nú í vor skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Jón Gunnar forstjóra til næstu fimm ára að undangengnu mati hæfisnefndar.

Jón Gunnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Technical University of Denmark og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið stjórnandi sl. 30 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi. Þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Alcan á Íslandi og á Englandi og sem framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands.

Um leið og  Jón Gunnar er boðinn velkominn til starfa þökkum við Þórólfi Árnasyni, fráfarandi forstjóra Samgöngustofu, fyrir vel unnin störf.