Ökukennaranemar

heimsækja Samgöngustofu

3.9.2018

Starfsfólk Samgöngustofu tók á móti góðum hópi ökukennaranema sem kynntu sér hlutverk og starfsemi stofnunarinnar er varðar samgönguöryggi í umferð, flugi og á sjó. 

Á síðasta ári gerði Samgöngustofa samstarfssamning við Endurmenntun Háskóla Íslands um ökukennaranám en þá hafði námið ekki verið í boði um nokkurra ára skeið. Á þriðja tug nemenda hóf þá ökukennaranám til almennra réttinda en um er að ræða þriggja missera námsbraut sem er ætluð þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til undirbúnings þess að fá löggildingu til að annast ökukennslu fyrir flokk B. 

Námið hófst í september og lýkur í desember 2018 og miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Áhersla er lögð á að verðandi ökukennarar öðlist staðgóða þekkingu á sviði umferðarfræða og færni í að beita og miðla henni til annarra.

Mynde