Ökukennsla
hertar aðgerðir vegna COVID-19 til og með 13. ágúst nk.
Vegna Covid-19 faraldursins beinir Samgöngustofa þeim tilmælum til þeirra sem koma að ökukennslu að kynna sér þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út. Haldgóðar upplýsingar um hvernig skuli bera sig að í samskiptum við annað fólk er að finna á www.covid.is
Á
hádegi þann 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum
vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í
samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.
Hertar aðgerðir fela meðal annars í sér:
•
Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa
a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.
• Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
• Sóttvarnalæknir leggur til að starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda.