Ökukennsla – hertar aðgerðir vegna COVID-19

8.10.2020

Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi 7. október. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er nú óheimil. Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám falli undir lið h. reglugerðar um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020 og skuli því leggja verklega ökukennslu niður til 19. október nk. á höfuðborgarsvæðinu.

Ökukennsla á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær)

  • Varðandi bóklega ökukennslu á höfuðborgarsvæðinu skal virða 2 metra nálægðarmörk og er hámarksfjöldi í rými 20 manns. Fara skal í öllu eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis um smitgát. Ef ekki er hægt að tryggja það þá skal starfsemi hætt til 19. október nk. (sjá lið b. og lið e. lið reglugerðar um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020 ).
  • Varðandi verklega ökukennslu á höfuðborgarsvæðinu er það mat heilbrigðisráðuneytis að hún falli undir lið h. reglugerðar um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020 og skuli því leggja verklega ökukennslu niður til 19. október nk.
  • Virða skal tilmæli frá ríkislögreglustjóra, ekki ferðast til og frá höfuðborgarsvæði nema að nauðsyn krefur.

Ökukennsla utan höfuðborgarsvæðis:

  • Varðandi bóklega ökukennslu utan höfuðborgarsvæðis þá skal virða 1 metra nálægðarmörk og er hámarksfjöldi í rými 20 manns. Fara skal í öllu eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis um smitgát.
  • Leyfilegt er að sinna verklegri ökukennslu. Ef ekki er hægt að tryggja 1 metra nálægðarmörk skulu allir í rýminu nota hlífðargrímu sem hylur nef og munn. Rými skal þrifið og sótthreinsað eftir kennslu skv. leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Samanber gildandi reglugerð nr.957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.


Við bendum á leiðbeiningar frá Embætti landlæknis:
Grímur og einnota hanskar 
Sýkingavarnir og þrif