Ökumaður jeppans reyndist ofurölvi

10.10.2014

Út er komin skýrsla hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa um bana­slys sem varð á Akra­fjalls­vegi þann 6. apríl 2013. Í slys­inu var jeppa­bif­reið af BMW gerð ekið yfir á rang­an veg­ar­helm­ing fram­an á litla fólks­bif­reið.

Ökumaður BMW jeppans ók yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing og framan á Yar­is-bif­reið á Akra­fjalls­vegi með þeim af­leiðing­um að ökumaður Yaris-bifreiðarinnar lést. Ekki var hægt að greina um­merki eft­ir heml­un á veg­in­um og var jeppanum ekið yfir leyfðum hámarkshraða er slysið varð. Ökumaður jeppans reyndist ofurölvi. Ökumaður smá­bíls­ins, sautján ára göm­ul stúlka á leið heim frá vinnu, lést í slysinu.

Í skýrsl­unni kem­ur m.a. fram að áfeng­is­magn í blóði öku­manns jepp­ans er talið hafa verið 2,7% þegar slysið varð. „Ein­stak­ling­ur und­ir svo mikl­um áfeng­isáhrif­um er rænu­lít­ill og hef­ur skerta stjórn á hreyf­ing­um auk annarra þátta sem skerða öku­hæfni,“ seg­ir m.a. í niður­stöðum rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. „Lík­ur á að missa meðvit­und sök­um ölv­un­ar eru tals­verðar í þessu ástandi.“

Hraðaút­reikn­ing­ar benda til þess að Yar­is-bif­reiðin hafi verið á 70-80 km hraða á klst og BMW-jepp­inn á 94-101 km/​klst.

Stúlk­an sem ók Yar­is-bif­reiðinni var í ör­ygg­is­belti. Niður­stöður áfeng­is- og lyfja­rann­sókn­ar sýndu að hún var ekki und­ir áhrif­um áfeng­is eða lyfja er slysið átti sér stað.

Skýrslu nefnd­ar­inn­ar um slysið má lesa hér.