Ökunám - dregið úr samkomutakmörkunum 18. nóvember

13.11.2020

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember og gilda til og með 1. desember nk. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur og á það við um verklegt ökunám. Hámarksfjöldi í sama rými, á sama tíma, er 10 manns. 

Varðandi bóklegt nám skal tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en tíu einstaklingar inni í sama rými og að ekki sé samgangur milli rýma.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands.