Ökunám og flugnám með kennara óheimilt frá miðnætti 24. mars 2021 vegna COVID-19
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti 23. mars 2021 og munu gilda í 3 vikur. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð og fram hefur komið að ökunám og flugnám með kennara er óheimilt.
Sjá nánar í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu.