Öruggur leigubílaakstur
Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur uppfært leiðbeiningar til leigubílstjóra . Nú gilda varúðarráðstafanir um flutning allra farþega. Tilgangurinn er að tryggja áfram hina mikilvægu þjónustu leigubíla og verja bæði leigubílstjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti vegna COVID-19 faraldursins.