Óskað eftir tilboðum í umsjón skriflegra og verklegra ökuprófa

10.11.2022

Tvær konur sitja fram í og önnur undir stýri

Ríkiskaup, fyrir hönd Samgöngustofu, óska eftir tilboðum í umsjón og utanumhald á framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á landinu öllu. Verkefnið fellur undir samning um sérleyfi og leitar Samgöngustofa í því skyni að hæfum samstarfsaðila í verkefnið.

Skilafrestur á tilboðum er til kl 13:00 þann 12. desember nk.

Nánari upplýsingar má finna á vef Ríkiskaupa.