Reglur um aksturs- og hvíldartíma

20.7.2017

Samgöngustofa brýnir það fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, eins og hópbifreiða, að aka af stað óþreyttir og virða reglur um hvíldartíma. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en 9 klst. og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klst. akstur.

Reglur um aksturs- og hvíldartíma eru ekki settar að ástæðulausu, heldur er markmið þeirra að auka öryggi í umferðinni og vinnuvernd ökumanna. Þeir eiga ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að aka óhóflega lengi í senn þannig að velferð og öryggi farþega og annarra vegfarenda sé hætta búin.

Fyrirtækjum er skylt að varðveita upplýsingar úr rafrænum ökuritum um akstur sinna bifreiða og ökumanna á þeirra snærum og einnig að veita þessar upplýsingar eftirlitsmönnum ef um það er beðið. 

Nánari upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma má finna hér á vefnum.