Samgöngustofa ekki tilbúin í skráningar á léttum bifhjólum

1.4.2015

Eins og fram hefur komið hafa ýmsar breytingar á umferðarlögum tekið gildi - sjá nánar hér. Þar á meðal eiga létt bifhjól í flokki 1 nú að vera skráningarskyld. Samgöngustofa er þó enn ekki tilbúin  til að taka við skráningum þessara hjóla og því frestast sú framkvæmd.