Samgöngustofa gefur út slysaskýrslu umferðarslysa fyrir árið 2018

9.5.2019

Slysaskyrsla2018 Samgöngustofa hefur gefið út skýrslu um umferðarslys á Íslandi árið 2018. Í skýrslunni má finna mjög ítarlega tölfræði, töflur, gröf og kort yfir slys og óhöpp sem áttu sér stað á síðasta ári. 

Marga jákvæða punkta má finna í skýrslunni og ber helst að nefna að ungir ökumenn hafa sjaldan staðið sig betur og bæta sig mikið á milli ára. Slösuðum bifhjólamönnum, hjólreiðamönnum og fótgangandi fækkar á milli ára. Erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis slasast í minni mæli en undanfarin ár og slösuðum ferðamönnum fækkar einnig. 

Tvennt stendur upp úr er varðar neikvæða þróun en það er annars vegar fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og hins vegar fjölgun slysa vegna framanákeyrslna. 

Skýrsluna má nálgast hér.