Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda frá og með 8. maí

28.4.2023

Frá og með 8. maí nk. þarf að greiða bifreiðagjöld án milligöngu Samgöngustofu. Ganga þarf frá greiðslu þeirra áður en hægt er að ljúka skráningu eigendaskipta hjá Samgöngustofu.

Seljendum ökutækja er bent á að greiða kröfur vegna bifreiðagjaldanna í heimabanka. Athugið að tekið getur einn virkan dag frá því greiðsla er gerð þar til upplýsingar um greiðsluna skila sér til Samgöngustofu.