Samgöngustofa opnar kl. 9:30 á morgun föstudag

17.10.2019

Föstudaginn 18. október byrjum við hjá Samgöngustofu daginn á morgunfundi sem er liður í því að efla starfsemina. Afgreiðslan opnar strax eftir fundinn eða kl. 9:30 í stað 9:00. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Bent er á að Mitt svæði er opið allan sólarhringinn, en þar má skrá kaup og sölu ökutækja og sinna umsýslu þeirra.

Erindi og spurningar má senda á samgongustofa@samgongustofa.is og verður öllum fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er.