Samgönguþing 2018
Skráning stendur yfir á samgönguþing sem haldið verður fimmtudaginn 21. júní nk. í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13-17.
Dagskrá þingsins má sjá á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Á samgönguþinginu, sem er lokaskref í samráðsferli við gerð stefnumótandi samgönguáætlunar 2019-2033, verður fjallað um áskoranir í samgöngumálum, framkvæmdir og fjármögnun, almenningssamgöngur, umferðaröryggi og hlutverk upplýsingatækninnar í framtíðarsamgöngum. Frummælendur fjalla um hvert málefni og í kjölfarið verða umræður með þátttöku sérfræðinga á viðkomandi sviði, ásamt fyrirspurnum úr sal.
Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð tillagna að samgönguáætlun. Í l ögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008, segir að ráðið skuli minnst einu sinni við gerð nýrrar samgönguáætlunar standa fyrir samgönguþingi sem ætlað sé að veita ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð samgönguáætlunar.
Samgönguþing er öllum opið en þátttakendur eru beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið: kristin.hjalmarsdottir@srn.is.