Samstarf um ökukennaranám

29.3.2017

Síðdegis í gær var undirritaður samstarfssamningur Endurmenntunar Háskóla Íslands og Samgöngustofu um ökukennaranám. 

Ökukennaranám fer fram á vegum EHÍ í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini. Námið verður auglýst á vef EHÍ á næstu dögum og er umsóknarfrestur til 5. júní nk. Um er að ræða staðbundið dreifnám sem hefst í haust og lýkur í lok næsta árs.

IMG_1958nota Halla S. Sigurðardóttir, staðgengill forstjóra Samgöngustofu og Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri HÍ, undirrituðu samninginn.

IMG_1962nota Hér sjást, auk Höllu og Kristínar, Holger Torp, deildarstjóri ökunáms og Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri