Samstarf um ökukennaranám
Síðdegis í gær var undirritaður samstarfssamningur Endurmenntunar Háskóla Íslands og Samgöngustofu um ökukennaranám.
Ökukennaranám fer fram á vegum EHÍ í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini. Námið verður auglýst á vef EHÍ á næstu dögum og er umsóknarfrestur til 5. júní nk. Um er að ræða staðbundið dreifnám sem hefst í haust og lýkur í lok næsta árs.
Halla S. Sigurðardóttir, staðgengill forstjóra Samgöngustofu og Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri HÍ, undirrituðu samninginn.
Hér sjást, auk Höllu og Kristínar, Holger Torp, deildarstjóri ökunáms og Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri