Skráning ökutækja sem flutt eru til landsins með ferjum

28.10.2016

Ef ökutæki er flutt til Íslands með Norrænu eða öðrum ferjum, má skila skráningargögnum (umsókn um forskráningu, farmbréfi og erlendu skráningarskírteini í frumriti) til sýslumannsins á Seyðisfirði. Sýslumaður framsendir skráningargögnin til Samgöngustofu.
Ökutækið er síðan forskráð, því úthlutað fastanúmeri og er innflytjanda send staðfesting þess efnis, með sms skilaboði og í tölvupósti. Í kjölfarið getur innflytjandi leyst ökutækið úr tolli. 
Ökutæki sem koma ásamt ökumanni með Norrænu til Seyðisfjarðar fá að öllu jöfnu forskráningu sama dag og ferjan leggur að landi. Staðfesting á því að ökumaður komi sjálfur með ökutæki til landsins (t.d. farseðill) þarf að fylgja umsókn til sýslumannsins. Forskráningar ökutækja sem koma sem frakt eru gerðar með venjulegum afgreiðslutíma.