Slysum á bifhjólafólki fækkar milli ára

27.4.2016

Árlegur vorfundur bifhjólafólks var haldinn hjá Samgöngustofu í gær og var venju samkvæmt vel sóttur. Þar var kynnt samantekt slysatölfræði ársins 2015 þar sem þung bifhjól komu við sögu, en upplýsingarnar sem tölfræðin byggir á er m.a. fengin úr lögregluskýrslum. Þar kom fram að fjöldi slasaðra og látinna ökumanna þungra bifhjóla lækkar milli ára. Á árinu varð eitt slíkt banaslys en 8 ökumenn bifhjóla slösuðust alvarlega. Er það jákvæð þróun frá árinu áður þegar 28 slösuðust alvarlega, einkum þegar haft er í huga sú fjölgun skráðra þungra bifhjóla sem orðið hefur á umliðnum árum. 


Linurit-bifhjol-2015