Stafrænt skilavottorð ökutækja

19.3.2021

Að undanförnu hefur Samgöngustofa unnið að því að einfalda ferlið við förgun ökutækja í samstarfi við Stafrænt Ísland, Fjársýslu ríkisins og Úrvinnslusjóð. Sá áfangi hefur nú náðst að ferlið er allt orðið sjálfvirkt en krafðist þess áður að eigendur ökutækis þurftu að fara milli staða með pappír. Nú er hægt að afgreiða málið rafrænt með einni heimsókn á island.is.

Tímasparnaður er þrennskonar; hjá einstaklingum, starfsmönnum fyrirtækja og starfsmönnum stofnanna. Umhverfileg áhrif eru einnig töluverð; pappírsnotkun minnkar og útblástur vegna bílferða á milli staða dregst saman. Á bilinu 10-12 þúsund ökutækjum er komið í meðhöndlun til endurvinnslu árlega.

Rafræn skil á afskráningu ökutækja eru einn liðurinn í stafrænni vegferð Samgöngustofu sem hefur það að markmiði að greiða götu borgaranna og spara tíma. 

Sjá frétt á island.is.