Tilkynning til skoðunarstofa ökutækja vegna sprengingar í metangeymi bifreiðar

20.2.2023

Samgöngustofa hefur sent skoðunarstofum ökutækja öryggistilkynningu vegna sprengingar í metangeymi bifreiðar 13. febrúar sl.

Í tilkynningunni kemur fram mikilvægi þess að herða eftirlit með eldsneytisþrýstigeymum fyrir metangas. Í skoðunarhandbók er krafa um að skoðaðar séu viðurkenningamerkingar og gildistímamerkingar á þrýstigeymum af þessu tagi. Í nýrri skoðunarhandbók ökutækja sem tekur gildi 1. mars nk., eru skoðunaratriði og dæmingar vegna þrýstigeymanna ítarlegri en verið hefur.

Öryggistilkynningin beinir því til skoðunarstofa að við reglubundna skoðun verði þrýstigeymar fyrir metan skoðaðir sérstaklega vel, m.a. gildistími og mögulegur styrkleikamissir.

Öryggistilkynningar má finna á vef Samgöngustofu