Tillögur starfshóps

14.7.2017

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra hefur skilað skýrslu með tillögum vegna skattaskila af erlendri ferðaþjónustustarfsemi. Meðal annars er lagt til að settur verði á laggirnar samstarfsvettvangur Ferðamálastofu, tollstjóra, ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra, Vinnumálastofnunar, Samgöngustofu og lögreglu til miðlunar upplýsinga og eftir atvikum samstarfs um eftirlit og úrbætur vegna ferðaþjónustustarfsemi á Íslandi. 

Fréttatilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins má finna í heild hér.