Tímabundin lokun Ármúla vegna framkvæmda
Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Ármúla þegar Veitur og Reykjavíkurborg endurnýja hitaveitulagnir, götulýsingar og gangstéttar. Frá 26. júlí - 20. ágúst 2018 verður gatan því lokuð fyrir akstri milli Háaleitisbrautar og Hallarmúla.
Viðskiptavinum sem eiga erindi til Samgöngustofu á tímabilinu er bent á akstursleið inn á bílastæði stofnunarinnar frá Háaleitisbraut.