Tvær nýjar fræðslumyndir

um vetrarakstur og sýnileika

31.1.2018

Í ljósi vaxandi fjölda slysa á erlendu ferðafólki leitar Samgöngustofa sífellt nýrra leiða til að auka fræðslu, sérstaklega til erlendra ökumanna. Aðstæður á íslenskum þjóðvegum geta verið óvenjulegar og ferðafólki oft framandi. 

Nú voru að koma út tvær nýjar fræðslumyndir þar sem farið er yfir vetrarakstur og sýnileika. Þar er farið yfir mikilvægi atriði eins og að ökuljós bifreiða skulu alltaf vera kveikt, að stoppa ekki né leggja bifreið út á vegi, að virða lokanir á vegum og gildi þess að nota endurskinsmerki til að auka sýnileika. Í fræðslumyndunum á vefnum  drive.is er það skemmtilegi álfurinn Elfis sem fer yfir atriði sem hafa ber í huga við akstur á Íslandi. Þar má nefna viðfangsefni eins og beltanotkun, lausamöl, veður og færð, blindhæðir og blindbeygjur og einbreiðar brýr. 

Fræðslumynd, Elfis

Einnig er aðgengilegar á vef Samgöngustofu upplýsingar varðandi öryggi farþega í hópbifreiðum og fræðsluefni ætlað bílaleigum og viðskiptavinum þeirra.

Þetta fræðsluefni getur gagnast ferðafólkinu beint, en einnig ferðaþjónustunni til miðlunar og dreifingar til sinna viðskiptavina. Ökutækjaleigur hafa sérstaklega verið hvattar til að benda á þetta fræðsluefni. Öll dreifing hjálpar til við að bæta öryggi í umferðinni og þar með allra vegfarenda, ásamt því að auka líkur á að farartæki skili sér í heilu lagi.

Fræðslumynd, Elfis úti á þjóðvegi