Um fjórðungur af árgangi bíður með bílprófið

30.1.2018

Hlutfall þeirra sem taka bílpróf 17 ára hefur verið nokkuð jöfn undanfarin ár eða ríflega 70%. Frá því sem áður var hefur 17 ára ökumönnum fækkað nokkuð, en stærsta hlutfallið var árið 1997 þegar þeir voru tæplega 90%. Fækkunin er í samræmi við þróunina í öðrum löndum en hér er hún þó vægari en víða sést. Ætla má að meðal ástæðna þessa séu breyttur lífsstíll, fjölbreyttari samgöngumátar og jafnvel aukin umhverfisvitund. 

Súlurit - Bilprof-17-ara

Hér má svo sjá myndrænt hlutfall af aldurshópunum 17, 18 og 19 ára sem kominn er með bílpróf tiltekið ár:

Hlutfall af aldurshóp sem er kominn með bílpróf tiltekið ár, súlurit