Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða

28.9.2021

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða vegna COVID-19 sem Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hafa gefið út. Leiðbeiningarnar eru til útgefnar á íslensku og ensku.

 1. Þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nándarmörk skal nota andlitsgrímu.
 2. Börn fædd 2006 og síðar eru undanskilin grímunotkun og nándarmörkum.
 3. Leiðbeinandi merkingar vegna COVID-19 frá sóttvarnalækni skulu vera við inngang í bifreiðinni (til útprentunar á íslensku og ensku).
 4. Handspritt skal vera við inngang sem farþegar eiga að nota þegar þeir koma inn í bifreiðina.
 5. Farþegar skulu ganga rólega með góðu millibili inn og út úr bifreið.
 6. Farþegar skulu sitja dreift um bifreiðina ef kost er. Þeir sem eru í nánum tengslum mega sitja saman.
 7. Ef verið er að nýta hópbifreið til að flytja farþega sem eru komnir í sóttkví gildir eftirfarandi:
  a. Bílstjóri og farþegar skulu nota hlífðargrímu sem hylur nef og munn, alla ferðina.
  b. Tryggja skal 1 metra nándarmörk á milli ótengdra farþega. Tengdir aðilar eru t.d. úr sömu fjölskyldu, búa saman, vinahópur/vinnufélagar og ferðafélagar. Ef farþegar eru að koma úr sömu flugvél eða úr sama skipi skulu aðilar helst sitja saman eins og þeir gerðu um borð.
  c. Tryggja skal 1 metra nándarmörk á milli farþega og bílstjóra.
  d. Almenna reglan er að farþegar sjá alfarið um eigin farangur, bæði að ferma og afferma.
  e. Mikilvægt er að lofta út hvenær sem færi gefst, sérstaklega milli ferða.
  f. Bílstjóri þrífur og sótthreinsar bílinn eftir ferð skv. leiðbeiningum sóttvarnalæknis.

Bent er á leiðbeiningar og kynningarefni á Covid.is.