Uppfærðar leiðbeiningar til leigubílstjóra (úr gildi)
Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar til leigubílstjóra (.pdf) vegna aksturs með farþega, farþega í sóttkví eða mögulegt COVID-19 smit. Tilgangurinn leiðbeininga er að verja leigubílstjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti.
Einnig er hægt að nálgast mjög góðar leiðbeiningar á covid.is og vef embættis landlæknis til framlínufólks í atvinnulífinu varðandi smitgát og þrif.